Mannréttindi á útsölu

Eftir birtingu úrskurðar mannréttindadómstóls Evrópu á dögunum hefur mikið verið rætt um lögfræði. Menn eru alveg að fara úr límingunum af því að dómskerfið er komið í uppnám en kjarni málsins hefur nánast alveg gleymst í öllu lögfræðiruglinu. Kjarni málsins eru auðvitað mannréttindi en þau virðast vera komin á einhverja útsölu og alveg gleymd og grafin í öllu þessu lagaþrasi. Ráðherra verður að stíga til hliðar, sem er vægara orðatiltæki fyrir að segja af sér, ekki út af slóðaskap í mannréttindamálum heldur út af því að hún fór ekki nákvæmlega eftir einhverjum lögum. Það er eins og menn vilji ekki viðurkenna að hér á landi er í rauninni víða brotinn pottur hvað mannréttindi varðar. Hér á landi er jafnvel heilu stofnanirnar sem hafa það að markmiði að brjóta rétt fólks og Háskóli Íslands tekur jafnvel þátt í dellunni með því að leyfa þessar rannsóknir á tönnum til að sjá hvort að einstaklingur er eldri eða yngri en 18 ára þegar hann leitar hælis hér. Eins og það skipti einhverju máli. Útlendingastofnun ætti hreinlega að leggja niður og peningurinn sem við það myndi sparast yrði notaður til að koma á almennilegu kerfi til móttöku fyrir til dæmis unga hælisleitendur sem menn kalla stundum börn án fylgdar en þarna er yfirleitt um að ræða stálpaða unglinga sem hafa oft á tímum reynt meira en nokkur íslendingur getur átt von á að reyna í eigin lífi. Lagalegu hliðina má fela innanríkisráðuneyti eða jafnvel sýslumönnum. Fleiri dæmi um mannréttindabrot finna en réttindi útlendinga, vafi leikur á um réttindi samkynhneigðra og jafnvel fatlaðra sem ekki njóta sérlega mikils stuðnings frá ríkinu. Jafnvel í öllu kerfinu gnæfa einhverjir flokkshestar og ættargripir löngu trénaðir sem svara hinu ungu skólakrökkum úr Hagaskóla, sem vernda vilja skólasystur sína frá því að verða send úr landi algjörlega af óþörfu, gömlu brýnin segja bara nei undirskriftasöfnun breytir engu og undirliggjandi þá erum við búnir að ákveða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband