Það er vá fyrir dyrum í íslenskum flugmálum. Það byrjaði þegar primera fór á hausinn í fyrra og nú riður Wow til falls, Ameríkarnir gengu úr skaftinu, og nú er IcelandAir aftur komið á kreik sem bjargvættur og það raunar ekki í fyrsta skipti. Þetta flugfélag, sem upphaflega varð til við yfirtöku á Loftleiðum á sínum tíma og einnig með því að eigna dótturfyrirtæki að ná einokun í innanlandsflugi líka, þess má get að flugfélag þetta hefur löngum verið í mikilli náð hjá stjórnvöldum, enda á sínum tíma að verulegu leiti í eigu hins alræmda Kolkrabba sem átti Flugfélagið og átti líka olíufélagið sem seldi flugvélaeldsneytið. Kolkrabbinn eiginlega hvarf við inngönguna í EES 1944 en mjög sennilega eru einhverjir úr því liði með ítök í stjórnkerfinu, t.d í gegnum persónu Bjarna Ben. Menn hugsa mikið um áhrif þessa á ferðaþjónustuna og vafalaust mun minna sætaframboð hér hafa eitthvað að segja. Minna er talað um áhrifin en þetta að muni hafa á íslenska flugfarþega. Ef fer sem áður gerðist þá munu fargjöld frá Íslandi til útlanda líklega taka stóran kipp uppá við til samræmis við þá stefnu sem rekin er í innanlandsfluginu, þar sem hægt er að halda uppi háum verðum í krafti einokunnar. Ljósið í myrkrinu er eftil vill ef að Norwegian og fleiri koma þarna inn á markað til að halda þessum okrurum við efnið.
Flokkur: Bloggar | 22.3.2019 | 17:46 (breytt kl. 17:46) | Facebook
Tónlistarspilari
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.