Íþróttafár

Á íslandi ríkir íþróttafár sem að er árvisst í þessari gúrkutíð þegar ekkert er að gerast og allir halda sínu striki í pólitíkinni. Fjölmiðlarnir keppast hver við annann að sýna okkur hin og þessi heimsmeistaramót sem í rauninni enginn veit hvort þjóðinn hafi áhuga eða ekki. Jafnvel fréttatímar eru látnir víkja fyrir einhverjum leikjum útlendra kvennaliða og á Íslandi er fótboltatúrisminn í algleymingi. Krakkar allt niðrí 6 ára er þeytt landshornanna á milli til að sparka bolta og þá ekki síst til að foreldrarnir geti sýnt hinum foreldrunum hvað þeir eiga fínni jeppa en þeir. Maður minnist þess hér á árum áður þegar maður labbaði fram hjá KA vellinum á esso mótinu og sá völlinn umkringdan jeppum af fínustu gerð. Maður gat ekki kallað þetta annað en jeppasýninguna miklu. en auðvitað hugsuðu krakkarnir út í þetta en máttu þó heyra hvatningarorð foreldranna sem oft á tíðum voru ekki til fyrirmyndar. Eflaust hefur þessi túrismi orðið einhverjum byggðalögum mikið til hagsbóta en eftir stendur spurninginn hvort þetta hafi bætt íslenska knattspyrnu. Vissulega höfuum við átt frábæra atvinnumenn, en spurningin er hvort að hin frábæra frammistaða þeirra hafi verið of dýru verði keypt hvort ekki sitji eftir einhverjir með sárt ennið og brotna sjálfsmynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband