Hræsnishelgin mikla

Þá fer nú að líða að blessaðri Verslunarmannahelginni, þessari helgi þegar hræsni þjóðarinnar nær jafnan hámarki. Allt forvarnar- og meðferðarliðið fylkir sér í fjölmiðlana og talar um það hversu hættuleg þessi voðalega helgi sé fyrir ungdóminn. Sveitarfélög vítt og breitt um landið auglýsa hvert í kapp við annað nokkuð sem í dag kallast fjölskylduhátíðir en áður kölluðust þessar samkomur bindindismót og enn áður héraðsmót, og voru þá gjarnan haldnar utan þéttbýlis - en svo sáu menn að það var ekkert sniðugt að senda ungdóminn út í náttúruna til að djúsa þar og djamma. Því hafa þessar hátiðir nú í auknum mæli þvælst inn í þéttbýlið og í stað þess að ónáða ungamæður á hreiðrum eru nú gamalmennin í bænum ónáðuð. Hér á Akureyri stendur að vanda til að bjóða upp á Eina með öllu - nema líklegast steiktum - og eru það Bragi Bergmann og félagar sem að vanda standa að þessari pylsu. Og nú á heldur betur að vera fjölskylduvænt; hópur af trúðum og skröllurum á að skemmta ungviðinu en foreldrarnir fá svo sitt um kvöldið í formi Sniglabandsins og Bjögga. Og að sjálfsögðu verða skemmtistaðir opnir til kl. 5 þannig að börnin geta ælt lengi frameftir á fjölskyldutjaldstæðunum. En löggan lítur ef til vill aðeins við til að sjá hvort nokkrir unglingar sitji með hættulegan bjórkassa fyrirutan eitthvert tjaldið. Fjölskyldan skal sko hafa frið til að skemmta sér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband