Kristján Kristjánsson sveik það loforð sitt að tala aldrei framar um reykjavíkur flugvöll á sprengisandi síðastliðinn sunnudag. En þá voru mætt þar þingkona úr viðreisn og norðlenskur sjálfstæðis þingmaður til að tala um þennan reykjavíkurflugvöll. Það sem þau áttu bæði sameiginlegt var að þau líta bæði á reykjavík sem nafla alheimsins en þau vilja ganga útfrá þeirri staðreynd á örlítið mismunandi hátt. Sjálfstæðismaðurinn vill efla núverandi vatnsmýrarflugvöll sem varaflugvöllur líka, hvað sem það á að merkja, þar sem reykjavíkurflugvöllur lokast yfirleitt um leið og keflavíkurflugvöllur. Viðreisnar konan vill aftur á móti byggja nýjan innanlands og millilandaflugvöll i´útjaðri höfuðborgarsvæðisins, framkvæmd upp á einhverja tugi milljarða. Þar kemur sjálfssagt til líka austurlenska láglauna vinnuaflið sem minnst var á í fyrra pistli. En þegar á að fara í einhverjar framkvæmdir þarna á svæðinu virðist alltaf vera til nóg af peningum. Sjálfsagt er til nóg af þeim í þjóðfélaginu, það þarf bara að nota þá á réttan hátt. Eftil vill er það illskásta leiðin að flytja innanlandsflugið til keflavíkur en efla á sama tíma beint flug til útlanda frá Akureyri og jafnvel egilsstöðum um leið og sjálfbærni landshlutanna verði aukin. Þannig að lítið þurfi í framtíðinni að sækja suður.
Tónlistarspilari
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.