75 ára lýðveldi

Það merkilega fyrirbæri, lýðveldi Íslands, er 75 ára í dag. Það var , sem kunnugt er, stofnað í sunnlensku roki og rigningu á Þingvöllum sællar minningar. Eftir að þjóðin hafði nær einróma samþykkt stofnun þess í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Nokkur hópur var þá til sem kallað var lögskilnaðarmenn en þeir vildu bíða með að stofna lýðveldi þar til stríðinu lyki. Voru þessi öfl víst einna sterkust innan alþýðuflokksins. Líklega hefði hugsun þeirra verið rétt ef að danakonunungur og stjórn hans hefðu farið að dæmi Norðmanna og flúið úr landi þegar þjóðverjar hertóku þá en þeir sátu sem fastast og því Danmörk í raun ekki sjálfstætt ríki nema að nafninu til, það var því í rauninni eðlilegasti hlutur að við skyldum við dani þegar bandamenn höfðu hernumið ísland. Siðferðislega gátum við ekki verið undir kóng, sem í raun var leppur þjóðverja. Margt hefur áunnist á þessum 75 árum, lífskjör hafa batnað, tækniframfarir miklar, en þó eru það ýmis innanmein sem hrjá afmælisbarnið; mislynd náttúra, óstöðugt efnahagslíf og sveiflur og að sumu leiti frekar gamaldags embættis- og stjórnmálakerfi sem einkennist mjög af miðstýringu, spillingu og óráðsíu. Samt sem áður verður það að segjast að stofnun lýðveldisins hafi verið rökrétt og eðlilegt skref og engin ástæða er til annars en að það muni vaxa og dafna ef við eyðum því ekki í bruði, kjaftagangi og misrétti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband