Hún er minni en sandkorn, sést ekki með berum augum. Hún hefur hrelt heimsbyggðina undanfarnar vikur. Hún fæddist fyrst á matarmarkaði í Kínverksri borg sem mig minnir að heitir Wuhan og var ekki mjög þekkt á vesturlöndum þó íbúar þar séu eitthvað um 11 milljónir. Menn segja hana vera uppruna í leðurblöku eða beltisdýri sem mun legga sig vís í munn austur þar og allaveganna verður að segjast að íbúar þessara borga myndu nú helst vilja að hún væri þekkt fyrir eitthvað annað en þessa matarmennigu sína og afleiðingar hennar, en nú herjar veiran vítt um veröld og ekki er sem fyrr. Við lifum afar einkennilegra tíma, einangrun, samkomubann og sumstaðar útgöngubönn og ógnvægilegar tölurnar eru stöðugt uppfærðar. Daglegar venjur hafa rakstast jafnvel hjá þeim sem bundinn er hjólastól, enginn sjúkraþjálfun næstu vikur, engar verslunarferðir á Glerártorg á fimmtudögum með tilheyrandi bjór á Kaffi Torg og fáar heimsóknir. En það er svosem magir sem hafa það verra. Vonandi birtir þó þetta upptektaril eins og öll önnur. Ég set fram eina tilhögu, að þjóðin taki sér einn frídag sem upplagt væri að yrði til dæmis á þorláksmessu á sumri í kringum 20. júlí, þessi dagur var áður fyrr mikil hátíð á Íslandi og væri sniðugt að endurvekja hann og fagna lokum plágunnar í minningu verðadýrlings Íslands.
Flokkur: Bloggar | 29.3.2020 | 22:17 (breytt kl. 22:17) | Facebook
Tónlistarspilari
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.