Færsluflokkur: Bloggar
Ég var nýlega að lesa danska fantasíu skáldsögu þar sem nokkuð er vitnað í norræn trúarbrögð. Þarna er meðal annars tilvitnun í Völuspá, þar sem verið er að lýsa Ragnarrökum. Er í lýsingunni meðal annars talað um heitan himinn, ekki er líklegt að höfundur Völuspár hafi heyrt mikið talað um gróðurhúsaáhrif en heitur himinn er í raun og veru ekkert annað en gróðurhúsaáhrif og þetta vekur mann óneytanlega til umhugsunar um það hvort mannkynið stefni nú í átt að Ragnarrökum. Það hefur mikið verið rætt og ritað um umhverfismál og við Íslendingar berjum okkur oft á brjóst og segjum hversu óskaplega umhverfisvæn við erum, þegar við í rauninni erum hinir mestu umhverfissóðar. Bílar eru fluttir inn sem aldrei fyrr og auðvita þurfum við að fljúga, sem ekki er sérlega umhverfisvænt, en við bætum um betur þegar við verðlaunum notendur bensíns með lækkuðum flugfargjöldum til útlanda. Nær væri nú að þetta flugfélag okkar verðlaunaði frekar þá sem eitthvað leggja til umhverfismála, t.d. með því að kaupa plöntur til að gróðursetja og fá punkta í staðinn. Þá er hið ofurmiðstýrða stjórnkerfi landsins ekkert sérlega umhverfisvænt. Við söfnum allri þjónustu á einn lítinn blett á landinu en afleiðingin verður sú að menn þurfa að sækja þessa þjónustu um langar vegalengdir. Í stað þess að efla landshlutana til sjálfstjórnar og sjálfbærrar þróunar. Við reisum arðlausar steinsteypue með útlendu láglauna vinnuafli í stað þess að nota milljónirnar okkar til þess að bæta mannlífið, bæta félagslega þjónustu, sem stuðlar að sjálfbærri nýtingu á auðlindum okkar fallega lands.
Bloggar | 9.12.2018 | 17:49 (breytt kl. 17:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, þá skal aftur tekið til við bloggið eftir nokkurt hlé vegna sumarleyfa aðdáendunum ýmist tilhugarhægar eða hrellingar.
Margt hefur á dagana drifið síðan síðast og ber þá eftir vill fyrst að nefna Bæjarstjóraklúðrið öðru nafni eina með öllu nema steiktum og núna líka hráum lauk því bæjarstjóra vorum datt skyndilega í hug að engir aðrir enda til óspekta eða ama en þeir sem eru á aldrinum 18 til 23 ára þeir sem yngri voru en 18 auðvitað ekki með þar sem pínafrúr í útlandinu kalla alla sem yngri eru en 18 ára börn og hafa komið þessu inn hjá sjálfum sameiniðuþjóðunum. Hvað með það, tjaldvörðum skildi í sjálfsvald sett að neyta hverjum sem er yngri en 23. ára að tjalda og var þetta auglýst með tveggja daga fyrirvara. Allir vita afleyðingarnar, hér var haldin ein með öllu nema fólki í rigningu og kaldaveðri og var mikið um það rætt í fjölmiðlum hversu hátíðin hefði farið vel fram að þessu sinni. Skítt með kaupmennina þeir vilja jú bara græða.
Bloggar | 22.8.2007 | 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Beit hluta af eyra konu fyrir utan skemmtistað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.7.2007 | 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 30.7.2007 | 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 26.7.2007 | 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Undanfarin ár höfum við oftlega heyrt fréttir af skólum í múslimalöndum þar sem börnum allt frá unga aldri er kennt að þylja utanbókar uppúr Kóraninum á arabísku - sem þau stundum jafnvel skilja ekki - samfara fræðslu um það hversu Vesturlönd séu guðlaus og vond. Í þessum löndum þar sem vonleysið eitt ríkir fellur innrætingin í einstaklega frjóan jarðveg og píslarvottar eru framleiddir á færibandi. En minna er rætt um það sem í okkar eigin garði grær. Á Netinu má nú finna athyglisverðar heimildarmyndir um það sem er að gerast í landi Sáms frænda þar sem runnagróðurinn blómstrar í hvítum húsum. Þar í landi eru menn trúaðir sem hvergi annars staðar og það svo að sjá má á peningaseðlum þeirra. Þó svo ekki sé mikið talað um ást frelsarans á peningum. Bandarískt skólakerfi er um margt mjög sérstætt í okkar augum og þar vaxa ýmsir kynlegir kvistir. Eitt af því sem þar hefur rutt sér til rúms hin síðari ár er nokkuð sem við getum kallað heimaskólun (home-schooling) en það byggist á því að börn ganga ekki í hefðbundna skóla heldur er þeim kennt heima og kennslan kvað vera heldur einhæf og helst miða að því að læra Biblíuna utanbókar og frekar einstrengingslega túlkun hennar, enda að miklu leyti hvítasunnumenn sem standa að þessu. Úr þessum heimaskólum fara börn í sérstaka miðskóla þar sem innrætingin heldur áfram og er nú í raun ekki lengur bara hægt að tala um innrætingu heldur beinlínis heilaþvott. Og við bætast sumarbúðir þar sem sums staðar er gengið afar langt í þessu, næstum alveg upp í það að kenna börnunum vopnaburð í þágu málstaðarins. Yfirvöld líta að mestu framhjá þessu enda einn hluti hins bandaríska frelsis, og líklega sá helgasti, frelsi foreldra til að mennta börn sín samkvæmt eigin vilja. Má í þessu sambandi líka minna á herskólana svokölluðu sem uppreisnargjörnum unglingum hefur gjarnan verið komið í.
Það eru þess vegna ekki aðeins múslimarnir sem eru að ala upp ungliða til að deyja fyrir Drottinn. Kristnir menn eru því miður ekki lausir við þetta. Hér er verið að ala upp kynslóðir ofstækismanna sem engu eira. Hér á landi höfum við verið blessunarlega laus við svona fyrirbæri. Heilaþvottur þekkist hér helst í sambandi við ýmsar tegundir áfengismeðferðar og hjá vissum sértrúarflokkum sem gjarnan leita sér nýrra félaga þar sem fólk er veikt fyrir vegna geðbilunar eða fíknar. Nokkur umræða hefur orðið hér um einkaskóla en enn sem komið er er fyrst og fremst talað um að slíkir skólar geti stuðlað að fjölbreytni í kennsluaðferðum. Þá hefur til dæmis Siðmennt örlítið látið til sín taka trúarlega innrætingu í skólum og einmitt farið inn á þessa hættulega braut að þar séu foreldrarnir sem eigi að ákveða hvaða menntun börnin hljóti. Þetta er þó að mestu, hygg ég, fyrir misskilning. Einnig er til að börnum sé haldið frá t.d. jólaundirbúningi vegna trúarskoðana foreldranna og held ég að kennarar taki ekki nógu alvarlega á mannréttindabrotum af því tagi. En ef einkaskólar og einkakennsla fá að þróast í friði þá kann svo að fara að foreldrarnir fari að hlutast til um það hvað kennt sé í krafti þess að þeir greiði fyrir kennsluna og séu því neytendur. Fyrir þessari hættu ber mönnum að vera vakandi.
Bloggar | 26.7.2007 | 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það hefur víst ekki farið neitt á milli mála að Hafró er enn einu sinni búin að týna þorskinum og sjávarútvegsráðherrann okkar tekur hlutunum að þessu sinni af fullri alvöru og ákveður að fara í einu og öllu eftir ráðleggingum þeirra. Sennilega ekki vinsælasti maðurinn í Bolungarvík en skítt með það. Og hagsmunaðilar grípa til þess gamalkunna ráðs að skjóta sendiboða válegra tíðinda. Hætt skal að taka mark á Hafró og hún set undir einhvern annan. Mótvægisaðgerðir voru að sjálfsögðu boðaðar en mikið óttarlega finnst manni samt þær eitthvað ófrumlegar. Eins og venjulega er byrjað á því að hraða vegaframkvæmdum svo fólkið komist nú með húsgögnin sín ósködduð á mölina og um leið auka vinnuna hjá öllum verkfræðingunum og hönnuðunum í Reykjavík. Að þessu sinni gerðist það ekki sem allir héldu að myndi gerast. Gengi krónunnar féll ekki. Sjávarútvegurinn virðist allt í einu vera kominn í meðferð og ekki fá dópið sitt eins og vanalega.
Skýringin á þessu er e.t.v. margslungin. Hugsanlega vegur blessaður þorskurinn bara ekkert svo mikið lengur í efnahagslífi þjóðarinnar, hávaxtastefna Seðlabankans á hér vafalítið einhvern hlut að máli og þriðja ástæðan er sennilega blessað álið. Um það leyti sem fréttirnar bárust af þorskkvótaskerðingunni var allt í einu farið að tala um eitthvað sem minnir á hálfgerðan álkraga kringum Reykjavík. Allt í einu mæna augu manna að einhverri Helguvík þarna fyrir sunnan og jafnvel Keilisnesið er dregið fram í dagsljósið enda í túnfæti Straumsvíkur þar sem menn ekki mega stækka. Sennilega hefur öll þessi álumræða átt stærstan þátt í að halda uppi gengi krónunnar. Sjálfsagt eru líka ýmsir sem sjá hér tækifæri til þess í eitt skipti fyrir öll að rústa sjávarútveginn svo ekki þurfi að flytja inn láglaunavinnuafl í álverin. Menn hlakka yfir því að Vestfirðir verði brátt sumarhúsabyggð meðan Suðurnesin blómstra.
Bloggar | 21.7.2007 | 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 23.6.2007 | 18:01 (breytt kl. 18:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 13.6.2007 | 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar