Bjórdagur

1.mars, er eins og kunnugt er, merkisdagur í sögu þjóðarinnar. Fyrir rétt um 30 árum, þann dag, lauk 76 ára gömlu bjórbanni á Íslandi, síðustu leifar gamla áfengisbannsins. Þessum tímamótum fagna þau í SÁÁ á þann mjög sérstaka hátt, að loka starfsstöð sinni á Akureyri. Að sögn vegna einhvers klúðurs í fjármálum. Merkilegt annars hvernig 150 milljónir sem eyrnamerktar voru þessari starfssemi skuli einhvernveginn hafa gufað upp. Hvað um það, við höldum upp á bjórdaginn og veltum vöngum yfir því hverju bjórinn breytti. Út frá félagsfræðilegu sjónarmiði þá hafði tilkoma hans í raun ótrúlegar breytingar í för með sér. Brynningarskálar þær, sem kallaðar voru skemmtistaðir, lögðu upp laupana ein af annarri og í staðinn kom fjöldi bjórkráa þar sem sums staðar var boðið upp á lifandi tónlist eða aðra skemmtun. Hljómsveitir tóku meira að spila á tónleikum og gefa út plötur heldur en að spila fyrir dansi. Víkingadrykkjan heyrði nú að mestu sögunni til en menn fóru í staðinn mikið að sulla í áfengi, jafnvel á daginn, meira að segja utan dyra og voru Akureyringar að mörgu leyti fyrstir Íslendinga til að byrja með úti kaffihús þó svo að mér skyljist að lög hafi bannað að drekka úti en ég man eftir því þegar ég fékk mér bjórglas rétt fyrir 17 júni og settist úti, að þetta væri eiginlega bannað sagði afgreiðslumaðurinn en löggan léti menn í friði þó menn drykkju bjór utandyra svo lengi sem þeir væru til friðs. Á morgun munu menn víða kneifa ölið og fagna áfanganum en einhverjir munu eftil vill ennþá syrgja gömlu góðu dagana, þegar menn fóru út á lífið til að detta í það.


Flugvöllur enn

Kristján Kristjánsson sveik það loforð sitt að tala aldrei framar um reykjavíkur flugvöll á sprengisandi síðastliðinn sunnudag. En þá voru mætt þar þingkona úr viðreisn og norðlenskur sjálfstæðis þingmaður til að tala um þennan reykjavíkurflugvöll. Það sem þau áttu bæði sameiginlegt var að þau líta bæði á reykjavík sem nafla alheimsins en þau vilja ganga útfrá þeirri staðreynd á örlítið mismunandi hátt. Sjálfstæðismaðurinn vill efla núverandi vatnsmýrarflugvöll sem varaflugvöllur líka, hvað sem það á að merkja, þar sem reykjavíkurflugvöllur lokast yfirleitt um leið og keflavíkurflugvöllur. Viðreisnar konan vill aftur á móti byggja nýjan innanlands og millilandaflugvöll i´útjaðri höfuðborgarsvæðisins, framkvæmd upp á einhverja tugi milljarða. Þar kemur sjálfssagt til líka austurlenska láglauna vinnuaflið sem minnst var á í fyrra pistli. En þegar á að fara í einhverjar framkvæmdir þarna á svæðinu virðist alltaf vera til nóg af peningum. Sjálfsagt er til nóg af þeim í þjóðfélaginu, það þarf bara að nota þá á réttan hátt. Eftil vill er það illskásta leiðin að flytja innanlandsflugið til keflavíkur en efla á sama tíma beint flug til útlanda frá Akureyri og jafnvel egilsstöðum um leið og sjálfbærni landshlutanna verði aukin. Þannig að lítið þurfi í framtíðinni að sækja suður.


Rúmenskur harmleikur

Kveikur tendraði nýlega ljós sem lýsti upp einn afkima íslenskt samfélags, sem ekki hefur verið mjög mikið talað um. Fjallað var um kjör nokkura rúmena sem hér vinna við vægast sagt bág kjör, og eru alræmdir af starfsmanna leigu einni. Launum þeirra stolið að miklu leiti og þeir látnir hýrast í ósamþykktu iðnaðarhúsnæði, borgandi hálfa milljón á mánuði fyrir einhverja herbergiskitru sem þeir hýrast í 10 saman. Hugsanlega er þessi harmleikur ekki nema toppurinn á ísjakanum. Við vitum að töluvert er um austurevrópskt láglaunavinnuafl til dæmis í ferðaþjónustu en ekki hvað sýst í hinum ofurþanda byggingariðnaði höfuðborgarsvæðisins. ekki er ólíklegt að yfirvöld láti sig þessi mál litlu skipta, enda miklir hagsmunir í húfi jafnvel opinberir aðilar notast örugglega við þetta vinnuafl við hinar miklu framkvæmdir sínar sem fyrirhugaðar eru á þessu svæði. Svo þversagnakennt sem það nú er er haldið uppi dýrri útlendingastofnun sem hefur það því hlutverki einkum að gegna að halda útlendingum frá landinu nema auðvita þeim sem koma á vegum starfsmannaleiga, þeir heyra ekkert undir þessa stofnun. Nú á þessi furðulega stofnun jafnvel, samkvæmt frumvarpsdrögum dómsmálaráðherra okkar að úthluta íslenskum ríkisborgararétti. Maður hélt að slíkt ætti að vera í höndum fulltrúa dómsvaldsins t.d. sýslumanna. Auðvitað þyrfti að gera einhverjar ráðstafanir í sambandi við hið erlenda láglaunavinnuafl en fyrst og fremst verður þó að reyna að draga úr þessum framkvæmdum á þessum svæðum þannig að þetta vinnuafl verði óþarft og svo verða íslensk yfirvöld á einhvern hátt að koma í stað starfsmannaleiga þegar ráða þarf öruggt vinnuafl, td. þarf það helst að geta gerst í gegnum opinberar vinnumiðlanir sem eru með trausta umboðsaðila erlendis. Atvinnuleyfi eiga auðvitað að vera eign þeirra sem vinna en ekki vinnuveitenda þeirra.


Verkfall í aðsígi

Fimmtudaginn 21. febrúar var undarlegur kastljós þáttur á dagskrá. Manni fannst maður taka tímavél 30-40 ár aftur í tíman, þarna voru að ræðast við atvinnurekandi einn, eins og hann væri upp á miðri 20. öld, og stúlkukind, frá stóru verkalýðsfélagi, sem næstum örugglega hefur fengið stalínst uppeldi, samanber sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Atvinnurekandinn spilaði þessa eldgömlu gatslitnu plötu um að ekki væri til nóg fé til skiptanna, lífskjör væru svo góð að allar launahækkanir myndu leiða til verðbólgu. Að sjálfsögðu munu þær leiða til verðbólgu vegna þess að svo sterk tengsl eru á milli eigenda atvinnulífsins og stjórnkerfisins. Þeir fá sína gengisfellingu eftir pöntun. Hins vegar er svo múladóttirin sem enn sér allt með augum gamaldags stéttarbaráttu enda bindur hún trúss sitt við pólatíska lukkuriddara á borð við Gunnar Smára. Afleiðing þessa rökræða verða auðvita verkföll sem nú virðast næstum óhjákvæmileg. Menn hafa nefnilega ekki neitt rætt hin raunverulegu vandamál. Hið hrikalega háa verðlag á Íslandi, dýrt heilbrigðiskerfi og okur á húsalega, en það virðast flestir vilja búa á sama litla blettinum, og óttalega finnst manni nú ríkisstjórnin reiða lítið fram. Væri nú ekki ráð að ríkisstjórnin biði aðilum vinnumarkaðsins og öðrum til viðræðna um það hvernig raunverulega mætti bæta kjörin á annan hátt en skattasamningum á verðbólgumálið. það þarf að vinda ofan af þessu hrikalega háa verðlagi á Íslandi, draga úr offjárfestingu í verslun og Svandís verður að bíða með spítalann sinn, sem við höfum ekkert efni að byggja í bráð þar sem margt annað er brýnna í heilbrigðis og félagsmálum, t.d. að byggja fleiri hjúkrunarrými og íbúðir fyrir aldraða og einnig verður hann Dagur minn að fara að huga að því að koma á almennilegri þjónustu við aldraða og fatlaða, á borð við t.d. heimaþjónustu B hér á Akureyri, í stað þess að auðga flóru borgarinnar með einhverjum dönskum stráum og pálmatrjám.


Fíflalæti

Söngvakeppni sjónvarpsins, sú sem er hinn árvissi undanfari júróvisjón poppsins, stendur nú sem hæst. Að sjálfsögðu sitja allir límdir við skjáinn og bíða eftir úrslitunum. Því miður verður að segjast að í ár hefur keppnin að sumu leiti þróast upp í fíflalæti. Maður heyrir fólk arga og garga mest í útsendingunni svo vart má heyra það sem fram fer. Það má segja að útkoman sé ekki sú versta sem búast mátti við, besta lagið er ennþá inni en hvort það stendur sig í þessari miklu fjölskyldu skemmtun, sem úrslita kvöldið á að verða. Maður spyr sig hvers vegna þessi undankeppni þarf að vera einhver hátíð fyrir reykvískar kjarnafjölskyldur. Þeirri hugmynd er hér varpað upp hvort ekki mætti færa keppnina meira út í landshlutana. Til dæmis að forkeppnir yrðu haldnar á 2-3 stöðum á landinu. Aðal atriðið er það þó að við veljum atriði sem verður okkur ekki til skammar þó svo við vonandi vinnum ekki júróvisjón þar sem við höfum enga innviði á landinu til að taka við slíkum viðburði. Þessir innviðir eru eftirvill til á mesta þenslusviði landsins en nánast engir utan þess þannig að álagið yrði of mikið. Áður en við tökum í júróvisjón þurfum við að byggja upp innviði allstaðar á landinu.


Okurflug

Meðal efnis í umdeildri samgönguáætlun sem er víst búið að afgreiða er lagt til að innanlandsflug verði að helmingi niðurgreitt fyrir íbúa í yfir tiltekinni fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Þetta er auðvitað mjög gott og blessað útaf fyrir sig þó manni hefði fundist að fljótvirkara hefði verið að aflétta einokun á innanlandsflugi sem er í höndum þessa flugfélags sem búið er að taka sér fínt enskt nafn, þó þess hlutverk sé að annast þjónustu á íslandi en þeir horfa bara á túristan. Fljótvirkasta leiðin væri að koma á samkeppni að minnsta kosti á helstu leiðum. Þessi niðurgreiðsla hefur nefnilega þann ókosts að menn veigra sér við að flytja nauðsynlega þjonustu út í landshlutana sem um ræðir. Framsóknarmenn hreykja sér sérstaklega að því að nú eigi sveitavargurinn greiðari leið í höfuðborgina. Einhvernveginn fyndist mér skynsamlegra að verja þessu fjármagni í að efla sterka þjónustukjarna í landshlutunum sem hefði sem mest sjálfræði og að gera landshlutana sem mest sjálfbæra. Hvað framtíð innanlandsflugsins varðar þá finnst manni einsýnt að það verði í framtíðinni flutt til keflavíkur og hraðlest knúin rafmagni tengi Keflavík við Reykjavík. Í Vatnsmýrinni muni svo rísa vistvæn byggð. Eins og stendur er innanlandsflugið mjög vanþróað og til að bæta reksturinn fækkar enska nafnið bara ferðum og minnkar sætaframboð til að halda okrinu uppi afslættir fyrir aldraða og öryrkja heyra sögunni til en einstaka sinnum er veittur 99% aflsáttur fyrir börn, eins og börn séu fátækustu Íslendingarnir.


Svínvetningabraut

Það er mikið rætt um samgöngumál þessa dagana og sýnist sitt hverjum. Í öllu talinu minnist enginn á lagningu Svínvetningabrautar sem sagt er að sé ein arðbærasta framkvæmd í vegamálum sem hægt er að ráðast í. Þessi leið kvað stytta hringveginn um 16km en hefur að vísu þann ókost að Blönduós verður ekki lengur í þjóðbraut og hefur þrýstingur þaðan valdið því að ekki hefur verið rætt þann möguleika, sem vel væri þó hægt að framkvæma og greiða með vegtollum. Menn verða að hugleiða það að útfrá umhverfisverndar og sparnaðar sjónarmiðum lítur markmiðið með samgöngubótum fyrst og fremst að tryggja öryggi samgangna og stytta vegalengdir. Í þessu sambandi má nefna að auðvitað verða tröllaskagagöng gerð þó það verði ef til vill fyrr en eftir 15 til 20 ár. Menn einblína á þetta svæði í kringum höfuðborgina, einfaldasta leiðin til að laga hlutina þar væri að gera samgöngu innan þess svæðið gjaldgrjálsar og þá afla jafnvel til þess fjármagns með einhverskonar gjaldi fyrir notkun á þessum samgöngum af skattfé og borgarlínan eins og hún er hugsuð í dag er hérna engin lausn. Að hún geti verið umhverfisvæn lausn, er hún álíka fjarlægur möguleiki og til dæmis tröllaskagagöngin.


Hvíta teppið

Hið hvíta teppi vetrarins liggur nú yfir landinu. Undir því hvílir gróðurinn og sefur rótt en hann vaknar vonandi að vori. Vissulega veitir þetta hvíta teppi gróðri landsins skjól og hlýju og það gleður margan manninn að renna sér á því á skíðum sínum og snjóbrettum. Þetta teppi er þó ekki með öllu gallalaust. Þannig á það til að vöðlast mjög upp, til að mynda hjá fólki sem á erfitt með gang og veldur það meðal annars allt að því innilokun hjá fólki í hjólastólum. Ekki bætir úr skák að hálka er mjög til trafala. Stundum finnst manni líka sem bæjaryfirvöld séu ekki mjög dugleg að greiða för fólks þannig er miðbærinn oft svo illa mokaður að ekkert aðgengi er að veitingastöðum og annarri þjónustu og P-merkt stæði eru oft stórhættuleg vegna þess þau eru hálkuvarin. Í sumum löndum, til að mynda Svíþjóð, fær aldrað og fatlað fólk stuðning frá ríkinu til að dvelja í sólarlöndum yfir hörðustu vetrarmánuðina. Á Íslandi ber slíkt vott um frekju að minnast á slíkt. Hér eru menn eyðandi peningum í að borga laun bankastjóra eða að byggja hallir upp á marga milljarða yfir verðlausar krónurnar sínar í stað þess að losa það fólk sem erfitt á undan hvíta teppinu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband