Færsluflokkur: Bloggar
Hið, að mörgu leiti, fyrirséða gjaldþrot Wow er verður að teljast nokkuð gott sýnishorn af því hversu íslenskt þjóðfélag er að mörgu leiti ómanneskjulegt og hversu mjög eigingirni og græðgi veður hér uppi. Varla var liðinn sólarhringur frá þessu þegar fargjöld til útlanda tóku að snarhækka og meirað segja ódýru sætinn hækkuðu skyndilega. Maður hefur haft spurnir af fólki sem hefur hætt við utanlandsferðir og að minnsta kosti eitt íþróttalið er mér kunnugt um sem hugsanlega verður að hætta við æfingaferð til Hollands þar sem helmingurinn var búinn að kaupa farmiða með wow og hinn helmingurinn gat bara fengið fokdýr fargjöld með Iceland air til amsterdam. Maður skilur ekki að Icelandair skuli ekki sýna þann þegnskap og hjálpa fólki og stilla verðhækkunum í hóf í kjölfar þessa. En við þekkum þessa menn svosem sem eigendur einokunarinnar í innanlandsflugi en talsmaður okurstefnunnar þar, Jón Karl Ólafsson, hefur mikið verið í fréttum í kringum þetta gjaldþrot og eiginlega hlakkað í honum. Þá er ótalinn hin hliðin, allur þessi gífurlegi fjöldi sem missir vinnuna, ekki síst á suðurnesjum, þar sem möguleg og ómöguleg fyrirtæki draga saman eða leggja upp laupana. Stjórnvöld virðast hvorki hafa vilja né getu til þess að reyna að milda höggið. Það sem auðvitað þarf að gera er að reyna að stuðla að því að nýr aðili komi inn á markaðinn, til að fylla tómið sem Wow skilur eftir sig, stuðla þessar kolvitlausu fjárfestingar í ferðaþjónustu, 1300 hótelherbergjum á höfuðborgarsvæðinu sem eru í uppbyggingu þyrfti frekar að breyta í íbúðahúsnæði, síðast en ekki síst þurfa allir aðilar að koma saman og efna í nýja þjóðarsátt. Þjóðfélagið hefur engin efni á því að steypa sér í verkfall og enn síður á því að hafa stórann hóp undirmálsfólk og fátæklinga. Skapa þarf þjóðarsátt svo bægja megi kreppueinkennunum frá.
Bloggar | 29.3.2019 | 17:43 (breytt kl. 17:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er vá fyrir dyrum í íslenskum flugmálum. Það byrjaði þegar primera fór á hausinn í fyrra og nú riður Wow til falls, Ameríkarnir gengu úr skaftinu, og nú er IcelandAir aftur komið á kreik sem bjargvættur og það raunar ekki í fyrsta skipti. Þetta flugfélag, sem upphaflega varð til við yfirtöku á Loftleiðum á sínum tíma og einnig með því að eigna dótturfyrirtæki að ná einokun í innanlandsflugi líka, þess má get að flugfélag þetta hefur löngum verið í mikilli náð hjá stjórnvöldum, enda á sínum tíma að verulegu leiti í eigu hins alræmda Kolkrabba sem átti Flugfélagið og átti líka olíufélagið sem seldi flugvélaeldsneytið. Kolkrabbinn eiginlega hvarf við inngönguna í EES 1944 en mjög sennilega eru einhverjir úr því liði með ítök í stjórnkerfinu, t.d í gegnum persónu Bjarna Ben. Menn hugsa mikið um áhrif þessa á ferðaþjónustuna og vafalaust mun minna sætaframboð hér hafa eitthvað að segja. Minna er talað um áhrifin en þetta að muni hafa á íslenska flugfarþega. Ef fer sem áður gerðist þá munu fargjöld frá Íslandi til útlanda líklega taka stóran kipp uppá við til samræmis við þá stefnu sem rekin er í innanlandsfluginu, þar sem hægt er að halda uppi háum verðum í krafti einokunnar. Ljósið í myrkrinu er eftil vill ef að Norwegian og fleiri koma þarna inn á markað til að halda þessum okrurum við efnið.
Bloggar | 22.3.2019 | 17:46 (breytt kl. 17:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir birtingu úrskurðar mannréttindadómstóls Evrópu á dögunum hefur mikið verið rætt um lögfræði. Menn eru alveg að fara úr límingunum af því að dómskerfið er komið í uppnám en kjarni málsins hefur nánast alveg gleymst í öllu lögfræðiruglinu. Kjarni málsins eru auðvitað mannréttindi en þau virðast vera komin á einhverja útsölu og alveg gleymd og grafin í öllu þessu lagaþrasi. Ráðherra verður að stíga til hliðar, sem er vægara orðatiltæki fyrir að segja af sér, ekki út af slóðaskap í mannréttindamálum heldur út af því að hún fór ekki nákvæmlega eftir einhverjum lögum. Það er eins og menn vilji ekki viðurkenna að hér á landi er í rauninni víða brotinn pottur hvað mannréttindi varðar. Hér á landi er jafnvel heilu stofnanirnar sem hafa það að markmiði að brjóta rétt fólks og Háskóli Íslands tekur jafnvel þátt í dellunni með því að leyfa þessar rannsóknir á tönnum til að sjá hvort að einstaklingur er eldri eða yngri en 18 ára þegar hann leitar hælis hér. Eins og það skipti einhverju máli. Útlendingastofnun ætti hreinlega að leggja niður og peningurinn sem við það myndi sparast yrði notaður til að koma á almennilegu kerfi til móttöku fyrir til dæmis unga hælisleitendur sem menn kalla stundum börn án fylgdar en þarna er yfirleitt um að ræða stálpaða unglinga sem hafa oft á tímum reynt meira en nokkur íslendingur getur átt von á að reyna í eigin lífi. Lagalegu hliðina má fela innanríkisráðuneyti eða jafnvel sýslumönnum. Fleiri dæmi um mannréttindabrot finna en réttindi útlendinga, vafi leikur á um réttindi samkynhneigðra og jafnvel fatlaðra sem ekki njóta sérlega mikils stuðnings frá ríkinu. Jafnvel í öllu kerfinu gnæfa einhverjir flokkshestar og ættargripir löngu trénaðir sem svara hinu ungu skólakrökkum úr Hagaskóla, sem vernda vilja skólasystur sína frá því að verða send úr landi algjörlega af óþörfu, gömlu brýnin segja bara nei undirskriftasöfnun breytir engu og undirliggjandi þá erum við búnir að ákveða.
Bloggar | 22.3.2019 | 17:29 (breytt kl. 17:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vofa er komin á kreik á Íslandi. Vofa sem ekki hefur mikið látið á sér kræla á undanförnu, verkfallsvofan er farin að valda usla á suðvesturhorninu og kann að láta til sín taka víðar áður en yfir líkur. Spurningin er þó þessi, þurfum við endilega að láta þessa vofu læðast um þjóðfélagið, getum við ekki öll verið samtaka um að ráða niðurlögum hennar. Sú spurning vaknar hvort það sé siðferðilega rétt að stunda þennan massatúrisma sem byggir á miklu á austurevrópsku láglauna vinnuafli. Einkennilegt er að það skuli vera 40 hótel starfandi á höfuðborgarsvæðinu og öll þykjast tapa, hvers vegna eru þau þá að standa í þessum taprekstri, afhverju ekki að snúa sér að einhverju ábatasamra. Manni finnst þó ekki rétt að vera að halda uppi atvinnurekstri sem ekki getur borgað mannsæmandi laun. Stundum dettur manni næstum í hug hvort ekki væri rétt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu að laun yrðu greidd í evrum, svo ekki verði hægt að taka þau aftur með einni gengisfellingu eftir samninga, eða jafnvel fyrir þá. Afhverju ekki að reyna að ráðast að rótum þessa okursamfélags sem meirað segja græðir á veikindum fólks og fötlun. Þar sem menn byggja pálmatré en ekki dvalarheimili.
Bloggar | 13.3.2019 | 22:45 (breytt kl. 22:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir taka nokkra áhættu hjá Rúv ef þeir ætla að senda þetta haturslag til Ísraels í maí. Fyrir það fyrsta þá er augljóst að annað hvort mun lagið fá góðar undirtektir eða það mun detta út jafnvel vísað úr keppninni, enda má hún ekki vera pólitísk en hatararnir hafa lýst því yfir að hún sé pólitísk. Annars merkilegt að þetta lag virðist hafa unnið keppnina áður en hún byrjaði og Gísli Marteinn gerði litið til að fela þá staðreynd. Einkennilegt að Gísli Marteinn skuli dúkka allstaðar upp, hvað um það við förum til Ísrael, lands sem er að vísu alls ekki í evrópu þó að það keppi í júróvisjón. Þar á bæ þurfa menn síst á hatri að halda, nóg virðist vera af því á svæðinu og því miður ekki miklar líkur á að þessi söngvakeppni breyti einhverju þar um en ef til vill gætu athugulir fréttamenn flutt fréttir af raunverulegu ástandi þarna. Vonandi verður niðurstaðan sú að eftir allt saman muni hatrið tapa, ef ekki er illa komið fyrir mannkyninu.
Bloggar | 13.3.2019 | 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigga steig til hliðar, það er að segja sagði af sér, í kjölfar dóms mannréttindadómstólsins og allt réttarkerfið á Íslandi nötrar og skelfur eins og það hefði orðið fyrir meiriháttar jarðskjálfta. Undirrótin af þessu er þó þegar allt kemur til alls ekkert óvenjuleg, eiginlega er hér bara um að ræða góða gamaldags íslenska spillingu, að ráðherra vísar frá manni sem er einn aðalráðgjafi vinstri grænna, þá í stjórnarandstöðu, og setur inn í dóminn eiginkonu þingmanns sjálfstæðisflokksins. Þetta kallar hún að rétta við kynjahalla. Vitanlega sér mannréttindadómstóllinn í gegnum þetta. Hér er að sjálfsögðu um að ræða óþolandi afskipti framkvæmdarvaldsins af dómsmálaráðuneytinu. Þróun sem reyndar er að gerast víðar í evrópu, svosem í póllandi og ungverjalandi. Vonandi verður þessi dómur fordæmisgefandi og stuðlar að hindra þann uppgang þessa valdasjúka populisma í Evrópu. Þá er betra að gripið sé inn í fullveldi þjóðarinnar ef það verður til að stöðva slíka þróun.
Bloggar | 13.3.2019 | 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.mars, er eins og kunnugt er, merkisdagur í sögu þjóðarinnar. Fyrir rétt um 30 árum, þann dag, lauk 76 ára gömlu bjórbanni á Íslandi, síðustu leifar gamla áfengisbannsins. Þessum tímamótum fagna þau í SÁÁ á þann mjög sérstaka hátt, að loka starfsstöð sinni á Akureyri. Að sögn vegna einhvers klúðurs í fjármálum. Merkilegt annars hvernig 150 milljónir sem eyrnamerktar voru þessari starfssemi skuli einhvernveginn hafa gufað upp. Hvað um það, við höldum upp á bjórdaginn og veltum vöngum yfir því hverju bjórinn breytti. Út frá félagsfræðilegu sjónarmiði þá hafði tilkoma hans í raun ótrúlegar breytingar í för með sér. Brynningarskálar þær, sem kallaðar voru skemmtistaðir, lögðu upp laupana ein af annarri og í staðinn kom fjöldi bjórkráa þar sem sums staðar var boðið upp á lifandi tónlist eða aðra skemmtun. Hljómsveitir tóku meira að spila á tónleikum og gefa út plötur heldur en að spila fyrir dansi. Víkingadrykkjan heyrði nú að mestu sögunni til en menn fóru í staðinn mikið að sulla í áfengi, jafnvel á daginn, meira að segja utan dyra og voru Akureyringar að mörgu leyti fyrstir Íslendinga til að byrja með úti kaffihús þó svo að mér skyljist að lög hafi bannað að drekka úti en ég man eftir því þegar ég fékk mér bjórglas rétt fyrir 17 júni og settist úti, að þetta væri eiginlega bannað sagði afgreiðslumaðurinn en löggan léti menn í friði þó menn drykkju bjór utandyra svo lengi sem þeir væru til friðs. Á morgun munu menn víða kneifa ölið og fagna áfanganum en einhverjir munu eftil vill ennþá syrgja gömlu góðu dagana, þegar menn fóru út á lífið til að detta í það.
Bloggar | 28.2.2019 | 22:45 (breytt kl. 22:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kristján Kristjánsson sveik það loforð sitt að tala aldrei framar um reykjavíkur flugvöll á sprengisandi síðastliðinn sunnudag. En þá voru mætt þar þingkona úr viðreisn og norðlenskur sjálfstæðis þingmaður til að tala um þennan reykjavíkurflugvöll. Það sem þau áttu bæði sameiginlegt var að þau líta bæði á reykjavík sem nafla alheimsins en þau vilja ganga útfrá þeirri staðreynd á örlítið mismunandi hátt. Sjálfstæðismaðurinn vill efla núverandi vatnsmýrarflugvöll sem varaflugvöllur líka, hvað sem það á að merkja, þar sem reykjavíkurflugvöllur lokast yfirleitt um leið og keflavíkurflugvöllur. Viðreisnar konan vill aftur á móti byggja nýjan innanlands og millilandaflugvöll i´útjaðri höfuðborgarsvæðisins, framkvæmd upp á einhverja tugi milljarða. Þar kemur sjálfssagt til líka austurlenska láglauna vinnuaflið sem minnst var á í fyrra pistli. En þegar á að fara í einhverjar framkvæmdir þarna á svæðinu virðist alltaf vera til nóg af peningum. Sjálfsagt er til nóg af þeim í þjóðfélaginu, það þarf bara að nota þá á réttan hátt. Eftil vill er það illskásta leiðin að flytja innanlandsflugið til keflavíkur en efla á sama tíma beint flug til útlanda frá Akureyri og jafnvel egilsstöðum um leið og sjálfbærni landshlutanna verði aukin. Þannig að lítið þurfi í framtíðinni að sækja suður.
Bloggar | 26.2.2019 | 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kveikur tendraði nýlega ljós sem lýsti upp einn afkima íslenskt samfélags, sem ekki hefur verið mjög mikið talað um. Fjallað var um kjör nokkura rúmena sem hér vinna við vægast sagt bág kjör, og eru alræmdir af starfsmanna leigu einni. Launum þeirra stolið að miklu leiti og þeir látnir hýrast í ósamþykktu iðnaðarhúsnæði, borgandi hálfa milljón á mánuði fyrir einhverja herbergiskitru sem þeir hýrast í 10 saman. Hugsanlega er þessi harmleikur ekki nema toppurinn á ísjakanum. Við vitum að töluvert er um austurevrópskt láglaunavinnuafl til dæmis í ferðaþjónustu en ekki hvað sýst í hinum ofurþanda byggingariðnaði höfuðborgarsvæðisins. ekki er ólíklegt að yfirvöld láti sig þessi mál litlu skipta, enda miklir hagsmunir í húfi jafnvel opinberir aðilar notast örugglega við þetta vinnuafl við hinar miklu framkvæmdir sínar sem fyrirhugaðar eru á þessu svæði. Svo þversagnakennt sem það nú er er haldið uppi dýrri útlendingastofnun sem hefur það því hlutverki einkum að gegna að halda útlendingum frá landinu nema auðvita þeim sem koma á vegum starfsmannaleiga, þeir heyra ekkert undir þessa stofnun. Nú á þessi furðulega stofnun jafnvel, samkvæmt frumvarpsdrögum dómsmálaráðherra okkar að úthluta íslenskum ríkisborgararétti. Maður hélt að slíkt ætti að vera í höndum fulltrúa dómsvaldsins t.d. sýslumanna. Auðvitað þyrfti að gera einhverjar ráðstafanir í sambandi við hið erlenda láglaunavinnuafl en fyrst og fremst verður þó að reyna að draga úr þessum framkvæmdum á þessum svæðum þannig að þetta vinnuafl verði óþarft og svo verða íslensk yfirvöld á einhvern hátt að koma í stað starfsmannaleiga þegar ráða þarf öruggt vinnuafl, td. þarf það helst að geta gerst í gegnum opinberar vinnumiðlanir sem eru með trausta umboðsaðila erlendis. Atvinnuleyfi eiga auðvitað að vera eign þeirra sem vinna en ekki vinnuveitenda þeirra.
Bloggar | 26.2.2019 | 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudaginn 21. febrúar var undarlegur kastljós þáttur á dagskrá. Manni fannst maður taka tímavél 30-40 ár aftur í tíman, þarna voru að ræðast við atvinnurekandi einn, eins og hann væri upp á miðri 20. öld, og stúlkukind, frá stóru verkalýðsfélagi, sem næstum örugglega hefur fengið stalínst uppeldi, samanber sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Atvinnurekandinn spilaði þessa eldgömlu gatslitnu plötu um að ekki væri til nóg fé til skiptanna, lífskjör væru svo góð að allar launahækkanir myndu leiða til verðbólgu. Að sjálfsögðu munu þær leiða til verðbólgu vegna þess að svo sterk tengsl eru á milli eigenda atvinnulífsins og stjórnkerfisins. Þeir fá sína gengisfellingu eftir pöntun. Hins vegar er svo múladóttirin sem enn sér allt með augum gamaldags stéttarbaráttu enda bindur hún trúss sitt við pólatíska lukkuriddara á borð við Gunnar Smára. Afleiðing þessa rökræða verða auðvita verkföll sem nú virðast næstum óhjákvæmileg. Menn hafa nefnilega ekki neitt rætt hin raunverulegu vandamál. Hið hrikalega háa verðlag á Íslandi, dýrt heilbrigðiskerfi og okur á húsalega, en það virðast flestir vilja búa á sama litla blettinum, og óttalega finnst manni nú ríkisstjórnin reiða lítið fram. Væri nú ekki ráð að ríkisstjórnin biði aðilum vinnumarkaðsins og öðrum til viðræðna um það hvernig raunverulega mætti bæta kjörin á annan hátt en skattasamningum á verðbólgumálið. það þarf að vinda ofan af þessu hrikalega háa verðlagi á Íslandi, draga úr offjárfestingu í verslun og Svandís verður að bíða með spítalann sinn, sem við höfum ekkert efni að byggja í bráð þar sem margt annað er brýnna í heilbrigðis og félagsmálum, t.d. að byggja fleiri hjúkrunarrými og íbúðir fyrir aldraða og einnig verður hann Dagur minn að fara að huga að því að koma á almennilegri þjónustu við aldraða og fatlaða, á borð við t.d. heimaþjónustu B hér á Akureyri, í stað þess að auðga flóru borgarinnar með einhverjum dönskum stráum og pálmatrjám.
Bloggar | 22.2.2019 | 10:33 (breytt kl. 10:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar